Bankaráðið setti ofan í við seðlabankastjórann

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á fundi bankaráðs Seðlabanka Íslands, sem haldinn var 10. mars í fyrra, var samþykkt bókun þar sem ráðið setti ofan í við Má Guðmundsson seðlabankastjóra vegna framgöngu hans í fjölmiðlum í tengslum við málarekstur bankans gegn Samherja hf.

Var bókunin samþykkt í kjölfar ítarlegrar umræðu á fyrri fundum bankaráðsins, meðal annars á árinu 2015 þar sem framganga seðlabankastjóra hafði verið til umræðu.

Í bókuninni, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, segir: „Bankaráð Seðlabanka Íslands ítrekar áhyggjur sínar af opinberri umræðu seðlabankastjóra um einstök mál sem bankinn er með í vinnslu sbr. umræðu á fyrri fundum og m.a. fundi 1121. Bankaráðið krefst þess að seðlabankastjóri láti nú þegar af slíkri umræðu.“

Bókun bankaráðsins var gerð þremur dögum eftir að seðlabankastjóri mætti í ítarlegt viðtal á Eyjunni á Stöð 2 þar sem hann ræddi framgöngu gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og yfirmanns þess í málum tengdum rannsóknum þess, meðal annars gegn Samherja. Fyrri fundur bankaráðsins sem vísað er til í bókuninni var hins vegar haldinn hálfum mánuði eftir að seðlabankastjóri mætti í ítarlegt viðtal á Sprengisandi og ræddi um sömu mál. Tveimur mánuðum fyrr hafði seðlabankastjóri einnig mætt í ítarlegt viðtal á Eyjunni á Stöð 2 til að ræða sömu mál.

Aðalmeðferð í ógildingarmáli Samherja gegn Seðlabankanum fór fram í héraðsdómi í gær en þar er þess krafist að 15 milljóna króna stjórnvaldssekt bankans gegn fyrirtækinu verði felld úr gildi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert