Eldur í Bústólpa á Akureyri

Frá slökkvistörfunum í kvöld.
Frá slökkvistörfunum í kvöld. mbl.is/Skapti

Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um klukkan 21.30 í kvöld að fóðurverksmiðju Bústólpa á Oddeyrartanga. Að sögn Rolfs Tryggvasonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu, er mikill reykur og eldur en óljóst er hversu mikið umfangið er.

Hann segir að eldsmaturinn sé mjög mikill.

Verið er að rjúfa þak verksmiðunnar til að komast að eldinum.

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út.

Vefsíða Bústólpa

Uppfært kl. 22.37:

Búið er að slökkva eldinn í verksmiðjunni. Að sögn Rolfs Tryggvasonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á Akureyri tók það um 45 mínútur. Hann segir að tjónið sé talsvert, bæði af völdum reyks og vatns.

Verið er að slökkva í glæðum.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is kviknaði eldurinn í vörulager verksmiðjunnar og eftir það lagði reyk yfir skrifstofuálmuna.

Brunaboði gerði slökkviliðinu viðvart um eldinn en enginn var að störfum í Bústólpa þegar hann kviknaði.

Uppfært kl. 22.51:

Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa, staðfestir að eldurinn hafi kviknað í vörulager fyrirtæksins og að reykur hafi farið í hluta skrifstofurýmisins.

„Menn halda að þeir hafi náð eldinum en það er mikill reykur í húsinu,“ segir Hólmgeir og bætir við að ekki sé ljóst hvernig eldurinn kviknaði.

Spurður segist hann ekki hafa hugmynd um tjónið vegna eldsvoðans á þessu stigi en vonar að það verði ekki mikið.

mbl.is/Skapti
mbl.is/Skapti
mbl.is/Skapti
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert