Fjórir bílar fastir á Öxnadalsheiði

mbl.is/Gúna

Fjórir bílar voru fastir á Öxnadalsheiðinni í nótt og þurfti aðstoð björgunarsveita í Eyjafirði við að koma þeim niður.

Fyrsta tilkynningin um að bíll væri fastur á heiðinni barst skömmu eftir miðnætti í gærkvöldi, en vegna veðurs og færðar tók töluverðan tíma að komast upp eftir. Að sögn lögreglunnar á Akureyri létu björgunarsveitarmenn vita nú um sexleytið að búið væri að koma öllum bílum niður af heiðinni.

Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er Öxnadalsheiðin opin fyrir umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert