Náði að forða árekstri er bíll kom á móti umferð

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tilkynnt var um umferðaróhapp á Höfðabakka um áttaleytið í gærkvöldi eftir að maður missti stjórn á bifreið sinni og ók á vegrið. Bíllinn fór síðan yfir á rangan vegarhelming, á móti umferð, og stöðvaðist á vegriði þar. Ökumaður bifreiðar sem á móti kom náði að forða árekstri.

Ökumaðurinn var fastur í bílnum eftir óhappið en reyndist ómeiddur. Hann var grunaður um ölvunarakstur og var því vistaður í fangageymslu lögreglu að lokinni sýnatöku vegna rannsóknar málsins. 

Lögreglan hafði afskipti af fimm ökumönnum í viðbót í gærkvöldi og nótt sem grunaðir eru um að aka bíl undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Þá þurfti hún einnig að hafa afskipti af tveimur mönnum á bensínstöð í Grafarvogi sem voru í annarlegu ástandi vegna neyslu fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert