Býður nemum hærri laun og umbun

Skort gæti hjúkrunarfræðinga.
Skort gæti hjúkrunarfræðinga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landspítalinn hefur boðið hjúkrunarfræðinemum sem útskrifast í vor að byrja í hærri launaflokki en þeir hefðu ella farið í og umbun vegna vaktavinnu ef þeir koma til starfa eftir útskrift.

Útspilið lokkar hjúkrunarfræðingana tilvonandi þó ekki til starfa að sögn Sunnevu Bjarkar Gunnarsdóttur, formanns nemendafélags hjúkrunarfræðinnar við Háskóla Íslands.

Enn sem komið er ætli stærsti hluti árgangsins að ráða sig annað, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert