Hafið leit að 20 börnum í mars

Lögregla hefur hafið leit að óvenjumörgum börnum á höfuðborgarsvæðinu í …
Lögregla hefur hafið leit að óvenjumörgum börnum á höfuðborgarsvæðinu í ár. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið leit að fleiri börnum í mars á þessu ári en leitað var að á fyrstu þremur mánuðum ársins í fyrra. Hafin hefur verið leit að 20 börnum í þessum mánuði og þykir það óvenjumikið miðað við árin á undan. Það er Rúv sem greinir frá.

Í fyrra og árið 2015 leitaði lögregla oftar að telpum en drengjum en það sem af er þessu ári hafa borist nærri tvöfalt fleiri beiðnir um leit að piltum en að stúlkum að því er fram kemur í frétt Rúv.

Samtökin Olnbogabörn, samtök foreldra barna í vímuefnavanda, hafa gefið lögreglu dróna til að auðvelda leit að týndum börnum. Hefur dróninn komið að góðum notum að sögn Guðmundar Fylkissonar lögreglumanns.  

„Kostur starfsins er sá að maður sér meirihlutann af þessum krökkum, sem ég er að eltast við eða leita að, ná sér á strik. Það eru alltaf samt einhverjir sem gera það ekki eða eiga enn þá í erfiðleikum,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Rúv í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert