Hluti Ísfélagshússins rifinn

Ávöl hlið hússins hefur um árabil sett mark sitt á …
Ávöl hlið hússins hefur um árabil sett mark sitt á götumyndina við gatnamót Bárugötu og Strandvegar. mbl

Vinna stendur nú yfir við að rífa hluta Ísfélagshússins í Vestmannaeyjum, en ráðgert er að þar rísi félagslegar leiguíbúðir og sambýli auk íbúða á almennum leigumarkaði. Ferðaþjónustufyrirtæki hefur einnig sýnt áhuga á að nýta reitinn.

Bygging hússins hófst árið 1902, ári eftir stofnun félagsins. Starfsemi þar var hætt fyrir síðustu áramót og skrifstofur fyrirtækisins fluttar.

Í umfjöllun um niðurrif þetta í Morgunblaðinu í dag segir Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að burðarvirki hússins muni halda sér að mestu. „Burðarvirkið í húsinu er gott og það sparar bæði fjármagn og tíma við endurbyggingu að halda eftir hluta af burðarvirkinu,“ segir hann. Húsið mun þannig að miklu leyti halda upphaflegri lögun sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert