Sjö söguskilti um stríðsminjar

Hlaðinn veggur í Öskjuhlíð sunnanverðri sem koma átti í veg …
Hlaðinn veggur í Öskjuhlíð sunnanverðri sem koma átti í veg fyrir að ef loftárásir yrðu gerðar á olíutanka ofar í hlíðinni myndi olía streyma þarna niður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sjö söguskilti voru afhjúpuð fyrr í dag við merkar herminjar í Öskjuhlíð og Nauthólsvík en Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, afhjúpuðu skiltin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Isavia.

„Skiltin eru samstarfsverkefni Isavia og Reykjavíkurborgar en Friðþór Eydal, starfsmaður Isavia, vann texta og safnaði efni. Friðþór hefur ritað fjölda bóka um hersetu á Íslandi og er einn af helstu sérfræðingum landsins um þau umsvif. Ljósmyndir á skiltunum sýna hvernig umhorfs var á svæðinu í seinni heimsstyrjöldinni og skýringartextar lýsa hlutverki mannvirkja sem eftir standa, svo sem Reykjavíkurflugvallar og tengdra minja í Öskjuhlíð og Nauthólsvík.

Skiltin eru mörg hver staðsett skammt frá fjölförnum göngustígum í Öskjuhlíð og nýtast því vel því fólki sem nýtur útivistar á svæðinu. Sighvatur Halldórsson, grafískur hönnuður hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu, annaðist grafíska uppsetningu á skiltunum en undirstöðurnar voru hannaðar af Árna Tryggvasyni.

Inngangur í neyðarstjórnstöð breska hersins sem enn stendur í Öskjuhlíð.
Inngangur í neyðarstjórnstöð breska hersins sem enn stendur í Öskjuhlíð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert