Eldur í bruggverksmiðju

Ljósmynd/Jón Heimir

Eldur kom upp í bruggverksmiðjunni Segull 67 á Siglufirði um klukkan sex og var slökkviliðið á staðnum að berjast við eldinn þegar mbl.is náði í slökkviliðsstjórann Ámunda Gunnarsson. Sagði hann vel ganga að slökkva eldinn.

Slökkvilið frá Ólafsfirði var einnig kallað út til aðstoðar. Ekki fengust frekari upplýsingar að svo stöddu.

Uppfært kl. 19.14:

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsstjóranum er ekki vitað á þessari stundu hver upptök eldsins eru. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kviknaði en slökkviliðið er enn að störfum.

Fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra að mikill svaryur reykur hafi komið frá húsnæðinu. Er fólk hvatt til þess að halda sig frá vettvangi. Vindátt sé hagstæð eins og sakir standi en fólk í nágrenninu hvatt til þess að loka gluggum.

Björgunarsveitir í Fjallabyggð hafi ennfremur verið ræstar út til aðstoðar ef vindátt skyldi breytast.

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. mbl.is/Sigurður Ægisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert