Fáir valkostir eftir áratugastörf

„Kannski að maður setjist á skólabekk eða kannski ég verði heimavinnandi amma,“ segir Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir, starfsmaður HB Granda á Akranesi, vegna stöðunnar sem komin er upp þar. „Vonandi get ég fengið einhverja vinnu,“ segir Jóhann Þór Sigurðsson en þau hafa unnið í 22 og 39 ár í fiskvinnslunni.

Þau Skúlína og Jóhann eru trúnaðarmenn starfsmanna hjá fyrirtækinu og voru nýkomin af fundi með Sæv­ari Frey Þrá­ins­syni bæjarstjóra og Ólafi Adolfssyni formanni bæjarstjórnar þegar blaðamaður ræddi við þau í dag. Á fundinum kom fram að bæjaryfirvöld myndu reyna sitt ýtrasta til að halda starfsemi fyrirtækisins í bæjarfélaginu.

HB Grandi til­kynnti í gær að fyr­ir­tækið hyggist loka botn­fisk­vinnslu sinni á Akra­nesi en þau segja að ákvörðunin hafi komið þeim algerlega í opna skjöldu og hafi verið þvert á það sem gefið hafi verið upp í kjölfar þess að verkfalli sjómanna lauk fyrr á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert