Víðast hvar greiðfært á vegum

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Vegir eru greiðfærir á Suður- og Vesturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en á Vestfjörðum er sums staðar snjóþekja, hálka eða hálkublettir á heiðum og hálsum en að mestu autt á láglendi.

Norðanlands er víðast greiðfært en hálkublettir eru sums staðar á Norðausturlandi og á fjallvegum á Austurlandi. Hálka er í Oddsskarði. Vegir eru auðir á Suðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert