Vilja efla viðskipti við Bretland

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AFP

Kanada hyggst efla viðskipti sín við Bretland eftir að Bretar segja skilið við Evrópusambandið. Þetta sagði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í dag. Bresk stjórnvöld hófu formlega í dag úrsagnarferli Bretlands úr sambandinu.

„Bretland er sem fyrr vinur og bandamaður og samstarfsland á sviði efnahagsmála og við munum að sjálfsögðu starfa með þeim samhliða því sem þeir fara í gegnum þær breytingar sem þeir hafa farið af stað með,“ sagði Trudeau. 

Fram kemur í frétt AFP að Bretland sé fjórða stærsta viðskiptaland Kanada. Breskir og kanadískir þingmenn hafa kallað eftir því að samið yrði um fríverslunarsamning á milli landanna sem fyrst til þess að tryggja viðskipti landanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert