50 króna seðill seldist á þrjár milljónir

Myndin er af sams konar seðli og þeim selda sem …
Myndin er af sams konar seðli og þeim selda sem er í eigu Myntsafns Seðlabanka og Þjóðminjasafns.

Fágætur 50 króna seðill seldist á dögunum fyrir um þrjár milljónir króna og fengu færri en vildu. Seðillinn var gefinn út fyrir ríkissjóð Íslands árið 1925.

Kristján X., konungur Íslands og Danmerkur, prýðir framhliðina og sjálf fjallkonan trónir á bakhlið, að því er fram kemur í umfjöllun um viðskipti þessi í Morgunblaðinu í dag.

„Ég veit af 7-8 öðrum svona seðlum auk þeirra eintaka sem Seðlabankinn á. 50 krónur voru hæsta verðgildi íslenskra peninga á þessum tíma,“ segir Þórarinn St. Halldórsson myntkaupmaður sem annaðist sölu á seðlinum sem var í einkaeigu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert