Ekkert helíum í blöðrur

Hangið neðan í helíumblöðrum í stað heitalofts loftbelg.
Hangið neðan í helíumblöðrum í stað heitalofts loftbelg.

„Aðallega er þetta táknrænt en vissulega er helíum sjaldgæf gastegund og fer þverrandi,“ segir Kristinn Andersen, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, en hann situr í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar sem leggur til að stofnanir bæjarins hætti að nota helíum í gasblöðrur.

„Við erum að minna á að fara þurfi vel með auðlindir jarðarinnar og huga þurfi að náttúrunni. Helíum er frumefni sem ekki á að nota að óþörfu,“ segir Kristinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag

Í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs bæjarins segir að fyrir nokkrum árum hafi gætt mikils skorts á helíumi í heiminum, en í fyrra bötnuðu horfur aðeins þegar uppgötvaðist ný helíumuppspretta í Tansaníu. Vísindamenn hafa í nokkur ár kallað eftir banni við notkun á helíumi í gasblöðrur, vegna þess hve dýrmætt það er fyrir læknavísindin og önnur vísindi og þar sem það er af skornum skammti. Borgir og svæði víðsvegar um heiminn hafa því bannað helíumblöðrur, bæði vegna helíumsins og einnig vegna slæmra áhrifa ruslsins af blöðrunum á dýralíf og vistkerfi jarðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert