„Hef ég keypt banka?“

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Ég heyrði sagt að þú hefðir keypt banka Jón Hreggviðsson sagði Arneus. Er það rétt?“ sagði Vilhjálmur Bjarnason en hann vitnaði í Íslandsklukkuna við umræðu um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum á Alþingi.

Jón Hreggviðsson hófst við í sæti sínu og ansaði: Hef ég keypt banka, hef ég ekki keypt banka? Hver hefur keypt banka og hver hefur ekki keypt banka? Hvenær kaupir maður banka og hvenær kaupir maður ekki banka?“ sagði Vilhjálmur Bjarnason ennfremur. Hann líkti stöðu Jóns Hreggviðssonar við Hauck & Aufhäuser; þeir hefðu ekki keypt banka.

Hver skýlir sér bak við grímu lundans?

„Hver skýlir sér bak við grímu lundans?“ spurði Benedikt Jóhannesson, efnahags- og fjármálaráðherra en bak­samn­ing­ar eru áber­andi í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is um sölu á hlut rík­is­ins í Búnaðarbank­an­um. Seg­ir í skýrsl­unni að verk­efnið, sem aðilar lögðu áherslu á að leynd ætti að ríkja um, hafi einkum gengið und­ir viður­nefn­inu „Puff­in“.

Ekki tilefni til frekari rannsóknar

Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, sagði að ekki væri tilefni til frekari rannsóknar á einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka nema nýjar upplýsingar komi fram.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Árni Sæberg

Hann sagðist ennfremur ekki ætla að hafa skoðun á innihaldi skýrslunnar á þessari stundu. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvort stjórnlagaráð hafi verið blekkt. Ég ætla ekki að hafa skoðun á því núna hvort stjórnvöld hafi staðið sig illa. Ég vil fara vandlega yfir þessi atriði, staðreyndir og gögn, og ég vil taka afstöðu til málsins þegar það hefur verið gert,“ sagði Brynjar og skoraði á alla að fara vandlega yfir skýrsluna.

„Það er meirihluti á Alþingi fyrir því að hefja rannsókn á einkavæðingunni þó formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og efnahagsnefndar sé mótfallnir því,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG.

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG.
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hún benti ennfremur á að skýrslan sem kom í gær væri ný gögn. Draga þyrfti lærdóm af því sem gerst hefði og feluleiknum í kringum einkavæðingu bankanna yrði að ljúka.

Óvenju mikil siðblinda

„Í skýrslunni birtist óvenju mikil siðblinda og gróðafíkn sem leiddi á endanum til skelfilegra atburða,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Nýir eigendur Búnaðarbanka hefðu leikið sér eins og óvitar að eldspítum sem síðan leiddi af sér fall viðskiptabankanna á nokkrum árum.

„Það er því ekki skrýtið að það hafi hríslast um mann nettur aumingjahrollur þegar forsætisráðherra fagnaði barnslega sölu til vogunarsjóða nýlega,“ bætti Logi við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert