Kærir tvo menn fyrir fjársvik

Bækur Áslaugar fundust m.a. við Rauðavatn í Reykjavík.
Bækur Áslaugar fundust m.a. við Rauðavatn í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Áslaug Björt Guðmundardóttir, bókaútgefandi, hyggst leggja fram kæru vegna fjársvika, en bókakassar í hennar eigu fundust á víðavangi í vikunni. Kom fundurinn henni í opna skjöldu.

„Ég var búin að vera í stórri tiltekt og var með gamla bókalagera og fleira dót sem ég ætlaði að láta farga í Sorpu,“ segir Áslaug, en til að spara sér umstang og vinnu auglýsti hún eftir flutningaþjónustu á Facebook. Ungur maður gerði tilboð í verkið og fór hann, ásamt öðrum manni, með farminn í tveimur ferðum á mánudagsmorgun.

Síðar um daginn fékk Áslaug símtal frá lögreglu, þar sem henni var tjáð að bókakassar hennar hefðu fundist við Rauðhóla í Heiðmörk, að því er fram kemur í frétt um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert