„Þyngra en tárum taki“

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra.
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

„Það er þyngra en tárum taki að heyra þessa sögu og vita að þetta hefur viðgengist hjá þjóð sem ætti að vera rík,“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra á Facebook-síðu sinni í kvöld vegna sögu Ástrósar Rutar Sigurðardóttur og Bjarka Más Sigvaldsonar. Bjarki hefur barist við krabbamein frá árinu 2012 en hann greindist þegar hann var 25 ára gamall.

„Þann 1. maí tekur gildi nýtt greiðsluþátttökukerfi sem er einmitt ætlað að koma í veg fyrir svona harmleiki. Í nýja kerfinu á að heyra til algjörra undantekninga að nokkur þurfi að borga meira en 50 þús á 12 mànuða tìmabili nema viðkomandi eigi enga sögu og detti mjög illa á milli afsláttartímabila (þá er algjört hámark 70 þús),“ segir ráðherrann.

Frétt mbl.is: „Ég bara fékk mig fullsadda á þessu“

Flestir detta hins vegar inn í meiri afslætti. „Kerfið gengur út á að jafna greiðslum á alla svo stórnotendur greiði ekki meira en 50 þús. Þannig munu einhverjir óreglulegri notendur mögulega greiða meira en áður. Alþingi setti yfir 1 milljarð af nýju fé í verkefnið. Það fer í auknar niðurgreiðslur til barna, aldraðra og öryrkja sem greiða að staðaldri ekki meira en 33 þús á ári (46 algjört hámark ef notkun er svo lítil að það er enginn afsláttur).“

Einhverjir muni hækka innan þessara marka en hins vegar eigi engir að þurfa að greiða mörg hundruð þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert