Andlát: Páll Vígkonarson

Páll Vígkonarson
Páll Vígkonarson

Páll Vígkonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, lést á Landspítalanum síðastliðinn þriðjudag, 85 ára að aldri.

Páll fæddist í Reykjavík 5. júlí 1931. Foreldar hans voru Vígkon Hjörleifsson húsasmíðameistari og kona hans Sigríður Pálsdóttir.

Páll stundaði nám í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann lauk sveinsprófi í prentsmíði árið 1953 og prentmyndaljósmyndun 1965. Hann hlaut meistararéttindi árið 1966.

Páll var verkstjóri hjá prentmyndastofunni Litrófi 1955-1957, stofnandi og framkvæmdastjóri Myndamóta hf. 1957-1989 og framkvæmdastjóri H. Pálssonar frá 1989 til starfsloka. Myndamót önnuðust prentmyndagerð og litgreiningu fyrir Morgunblaðið jafnhliða því að veita utanaðkomandi viðskiptamönnum slíka þjónustu.

Morgunblaðið átti því 28 ára samstarf við Pál Vígkonarson, sem hvergi bar skugga á.

Páll sat um árabil í stjórnum félaga og fyrirtækja í prentgeiranum, m.a. í stjórn Félags íslenska prentiðnaðarins 1974-1982.

Eftirlifandi eiginkona Páls er Erna Arnar. Synir þeirra eru Bernhard Örn og Hákon. Fósturdóttir Páls og dóttir Ernu er Rannveig E. Arnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert