Aukið álag vegna fleiri ferðamanna

4.665 ferðamenn leituðu til Landspítalans í fyrra.
4.665 ferðamenn leituðu til Landspítalans í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls leituðu 14.543 erlendir ferðamenn til heilbrigðisstofnana um land allt á síðasta ári. Til samanburðar má nefna að árið 2013 voru þeir 6.390. Alls greiddu erlendir ferðamenn 778 milljónir króna fyrir heilbrigðisþjónustu í fyrra.

Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmanni Viðreisnar, um heilbrigðisþjónustu veitta erlendum ferðamönnum.

Hlutfall erlendra ferðamanna af heildarkomum á heilbrigðisstofnanir er langhæst á Akureyri en þar eru ferðamenn 3,9% allra sem koma á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í ársskýrslu SÍ um endurkröfur vegna milliríkjasamninga árið 2016 kemur fram að fjöldi afgreiddra reikninga í fyrra var 6.324 samanborið við 4.444 árið 2015 sem er 42,3% aukning milli ára, að því er fram kemur í umfjöllun um læknisþjónustu fyrir ferðamenn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert