Olsen segist saklaus í máli Birnu

Þingfesting í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. …
Þingfesting í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Olsen er hér leiddur inn í dómsal af starfsmönnum héraðssaksóknara. mbl.is/Kristinn Magnússon

Thom­as Møller Ol­sen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, segist saklaus af ákæru málsins, bæði því að hafa banað Birnu og að hafa flutt inn 23 kíló af kannabisefnum. Þetta kom fram í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Í ákæru málsins kemur fram að hann hafi veist að Birnu með ofbeldi. Er hann sagður hafa slegið hana ít­rekað í and­lit og höfuð, „tekið hana kverka­taki og hert kröft­ug­lega að hálsi henn­ar.“

Þegar dómari spurði Olsen um afstöðu hans varðandi ákæruliðina sagðist hann saklaus af bæði morðákærunni og fíkniefnainnflutningi. Sagðist hann mótmæla bótakröfu forelda Birnu með vísan til afstöðu sinnar til sakagifta. 

Þegar Olsen gekk inn í dómsalinn huldi hann andlit sitt með yfirhöfn, en eftir að salnum var lokað, ljósmyndarar farnir og dómari kominn inn í salinn tók hann niður yfirhöfnina.

Öll samskipti sem tengdust ákærða eru þýdd af dómtúlki, en slíkt lengir þinghaldið sem að öðru leyti fer fram á íslensku eins og lög kveða á um.

Verjandi Olsen óskaði eftir tíma til að fara yfir gögn málsins og var þinghaldi frestað til 25. apríl. Skilaði saksóknari málsins meðal annars inn geðheilbrigðisvottorði og viðbótargöngnum vegna notkunar síma sem er meðal gagna málsins.

At­b­urður­inn á að hafa átt sér stað annaðhvort þegar rauðu Kia Rio-bif­reiðinni var lagt í ná­grenni flot­kví­ar­inn­ar við Hafn­ar­fjarðar­höfn, eða á öðrum óþekkt­um stað.

Að því loknu á Ol­sen að hafa varpað Birnu í sjó eða vatn þar sem hún drukknaði. 

Lík Birnu fannst í fjör­unni neðan við Sel­vogs­vita 22. janú­ar eft­ir um­fangs­mikla leit björg­un­ar­sveita og hafði henn­ar þá verið saknað í rúma viku.

Ol­sen er einnig ákærður fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot, en hann á að hafa reynt að smygla rúm­lega 23 kg af kanna­bis­efn­um, sem hann hafði komið fyr­ir í ká­etu sinni um borð í græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq.

Í ákær­unni er einnig lögð fram einka­rétt­ar­krafa af hendi for­eldra Birnu og hljóm­ar hún upp á 10,5 millj­ón­ir kr. í miska­bæt­ur fyr­ir hvort þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert