Þrír jeppar voru stöðvaðir af lögreglunni á Suðurlandi í dag, sem flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hálendiseftirlit í og við Landmannalaugar, til að kanna ástand ökumanna.
Rætt var við ökumenn jeppanna en engar athugasemdir voru gerðar af hálfu lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu hennar.
Ferðalangar sem aka um hálendið mega þá eiga von á því að vera stöðvaðir og ástand og ökuréttindi þeirra könnuð, segir í tilkynningunni.
„Þetta samstarf lögreglunnar á Suðurlandi og Landhelgisgæslunnar hefur verið um ára bil og hefur verið góð viðbót við eftirlit lögreglunnar um hálendið.“