Seinkun á flugi til Egilsstaða

Innanlandsflug hefur að mestu gengið samkvæmt áætlun.
Innanlandsflug hefur að mestu gengið samkvæmt áætlun. mbl.is/RAX

Innanlandsflug hefur að mestu gengið samkvæmt áætlun í dag, þrátt fyrir spá Veðurstofunnar um storm á landinu hafi að mestu gengið eftir.

Einhver seinkun virðist þó verða á flugi til Egilstaða nú í hádeginu og á að athuga með flug aftur klukkann eitt að því er fram kemur á vef Flugfélags Íslands.

Enn er hins vegar gert ráð fyrir að þær vélar sem fljúga eiga til Akureyrar og Ísafjarðar nú síðdegis fari á réttum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert