Fimmti maðurinn látinn laus

Lögreglan á Akureyri hefur nú látið tvo þeirra, sem taldir …
Lögreglan á Akureyri hefur nú látið tvo þeirra, sem taldir eru tengjast hnífstunguárásinni, lausa. Þremur er gert að sæta gæsluvarðhaldi til föstudags.

Lögreglan á Akureyri hefur látið lausan fimmta manninn sem hún handtók í gær í tengslum við hnífstunguárás í Kjarnaskógi á föstudaginn langa. Þeim þremur einstaklingum sem voru handteknir fyrst, tveimur körlum og einni konu, hefur verið gert að sæta gæsluvarðhaldi fram á föstudag.  

Alls hafa fimm einstaklingar verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins, en tveir þeirra hafa nú verið látnir lausir. Mbl.is greindi frá því í gær að 17 ára pilti, sem var yfirheyrður í viðurvist fulltrúa barnaverndarnefndar, hefði verið sleppt.  „Hann er viðriðinn málið enn þá en við töld­um ekki ástæðu til að halda hon­um leng­ur. Hans þátt­ur telst nokkuð ljós,“ sagði Guðmund­ur St. Svan­laugs­son rann­sókn­ar­lög­reglumaður. 

Vísir greinir þá frá því í morgun að fimmti maðurinn, sem látinn var laus í dag, hafi einnig stöðu grunaðs manns í rannsókninni.

Áður hef­ur komið fram að ein­stak­ling­arn­ir fimm sem voru hand­tekn­ir séu all­ir Íslend­ing­ar sem fædd­ust á ár­un­um 1990 til 1999 og að einn af þeim sé enn und­ir lögaldri. All­ir hafa þeir áður komið við sögu hjá lög­reglu.

Lög­regl­u barst til­kynn­ing um tvöleytið á föstu­dag­inn langa um að maður hefði verið stung­inn með hníf tví­veg­is í lærið í skóg­in­um eft­ir að ósætti og átök brut­ust út. Fórn­ar­lambið var flutt á sjúkra­hús en er ekki leng­ur í lífs­hættu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert