Hannes Hlífar efstur Íslendinga

Vidit Santosh Gujrathi lagði Jóhann Hjartarson.
Vidit Santosh Gujrathi lagði Jóhann Hjartarson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fimm skákmenn eru enn með fullt hús eftir fjórðu umferð Reykjavíkurskákmóts GAMMA sem lauk í kvöld. Hollenska stórstirnið Anish Giri er í hópi efstu manna, ásamt Gawain Jones, Nils Grandelius, Vidit Santosh Gujrati og sigurvegara ársins 2016, Abhijeet Gupta.

Vidit lagði Jóhann Hjartarson að velli í snapri skák, þar sem sá indverski „sá lengra í flækjunum“, að því er segir í tilkynningu frá mótsstjórn.

Hannes Hlífar Stefánsson er því efstur Íslendinga með þrjá og hálfan vinning og er í stórum hópi skákmanna sem koma í humátt á eftir efstu mönnum. Fjöldi Íslendinga er með þrjá vinninga.

„Fimmta og sjötta umferð fara fram um helgina og hefjast báðar klukkan 15:00 í Hörpu. Alls taka 263 skákmenn frá 39 löndum þátt í mótinu sem lýkur fimmtudaginn 27. apríl. Áhorfendur eru alltaf velkomnir á mótsstað og skákskýringar hefjast að jafnaði um kl. 17:00,“ segir í tilkynningunni.

Abhijeet Gupta var sigurvegari mótsins í fyrra.
Abhijeet Gupta var sigurvegari mótsins í fyrra. mbl.is/Ómar Óskarsson
Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari er efstur Íslendinga.
Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari er efstur Íslendinga. mbl.is/Ómar Óskarsson
Á mótinu keppa skákmenn frá fjölda landa.
Á mótinu keppa skákmenn frá fjölda landa. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert