Íslensk sókn í Ástralíu

Þorsteinn Benediktsson hefur áratuga reynslu af netagerð. Rekstur Hampiðjunnar í …
Þorsteinn Benediktsson hefur áratuga reynslu af netagerð. Rekstur Hampiðjunnar í Ástralíu hefur vaxið hratt. mbl.is/Baldur

Hampiðjan í Ástralíu hefur náð samningi um sölu á 120 rækjutrollum til Austral Fisheries, eins stærsta útgerðarfyrirtækis í Ástralíu.

Aðeins tæp tvö ár eru síðan útibú Hampiðjunnar var opnað í Ástralíu eða í október árið 2015 og er fyrirtækið þegar orðið leiðandi í sölu á veiðarfærum í áströlskum sjávarútvegi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Við seljum veiðarfæri um alla Ástralíu. Allar stærstu útgerðirnar versla eingöngu við okkur,“ segir Þorsteinn Benediktsson, framkvæmdastjóri Hampidjan Australia. Fyrirtækið er að hans sögn orðið stærsta fyrirtæki á markaði í Ástralíu með fiskitroll, rækjutroll og allt sem tengist togveiðarfærum.

„Við bjóðum upp á mikil gæði og góða þjónustu. Þótt vörurnar séu aðeins dýrari en vörur keppinauta gengur okkur vel að koma þeim á markað.“ 

Horft til námu- og olíuvinnslu

Þorsteinn segir tækifæri fyrir Hampiðjuna í námu- og olíu- og gasiðnaðinum en fyrirtækið bjóði t.d. svokallaða ofurkaðla, DynIce, sem eru framleiddir úr dyneema-efni en það er sterkara en stál. Með slíkum köðlum má t.d. draga hundraða tonna námutrukka í áströlskum námum, í stað þess að nota þunga stálvíra eða keðjur. „Hér í Ástralíu er mikill fjöldi skipa sem flytja gáma, kol, olíu og gas og því er mikill markaður fyrir t.d. landfestar og dráttartaugar.“

Þorsteinn segir einnig sóknarfæri í áströlsku fiskeldi en við kaup fyrirtækisins á færeyska fyrirtækinu Von P/F komi mikil sérhæfing og þekking í fiskeldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert