Fín kjörsókn Frakka á Íslandi

Frá franska sendiráðinu.
Frá franska sendiráðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríflega 26 prósent Frakka á kjörskrá hjá franska sendiráðinu á Íslandi höfðu kosið klukkan tólf á hádegi en fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. „Klukkan tólf á hádegi höfðu 84 af 318 kosið,“ segir Gaëlle Hourriez-Bolâtre, fyrsti sendiráðsritari, í samtali við mbl.

Philippe O'Quin, sendiherra Frakklands, við kjörkassann.
Philippe O'Quin, sendiherra Frakklands, við kjörkassann. mbl.is/Kristinn Magnússon

Litlu munar á efstu frambjóðendum og segja stjórnmálaskýrendur úrslitin geta farið hvernig sem er. Ríkir því mikil eftirvænting að vita hvaða frambjóðendur verða tveir efstu eftir fyrri umferðina en kjósendur kjósa á milli þeirra í seinni umferð kosninganna 7. maí. Miðjumaðurinn Emm­anu­el Macron er efstur í könnunum með 24 pró­sent en fast á hæla honum fylgir öfga-þjóðernissinninn Marine Le Pen með 22,3 prósent. Frambjóðendur Repúblikanaflokksins og vinstri öfgamanna eru síðan skammt undan.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Opið er til klukkan sjö í kvöld og býst Gaëlle við ágætri kjörsókn, en árið 2012 var kjörsóknin yfir allan daginn 60 prósent hjá sendiráðinu. Fram kom á mbl.is fyrr í dag að kjörsóknin úti í Frakklandi er meiri nú en í síðustu kosningum.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert