Eurovision-atriði Íslands lekið

Svala Björgvinsdóttir verður fulltrúi Íslands í Eurovision söngvakeppninni.
Svala Björgvinsdóttir verður fulltrúi Íslands í Eurovision söngvakeppninni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það hefur einhver verið í salnum sem átti ekki að vera þar, tekið atriðið upp og einfaldlega sett upptökuna á netið,“ segir Felix Bergsson fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, í samtali við fréttavef Ríkisútvarpsins en í morgun uppgötvaðist að upptöku af íslenska atriðinu hafði verið lekið á netið og birt á vefsíðunni YouTube.

Svala Björgvinsdóttir var þó ekki á sviðinu heldur úkraínsk söngkona sem kom í hennar stað á meðan tæknimenn voru að undirbúa sig fyrir atriðið. Hins vegar lak ekki atriðið í heild á netið heldur aðeins hluti þess. Grafíkin sem notuð er í atriðinu sást hins vegar vel.

Fram kemur í fréttinni að skipuleggjendur Eurovision líti málið alvarlegum augum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert