Loksins er kuldinn að baki

Vorboðar eru farnir að láta sjá sig, bæði farfuglar og …
Vorboðar eru farnir að láta sjá sig, bæði farfuglar og vorlaukar farnir að stinga upp kollinum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Loksins sér fyrir endann á kuldanum, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. 

„Minnkandi norðanátt í dag. Léttskýjað sunnan og vestan til á landinu. Skýjað og stöku él norðan og austan til, en léttir til í dag. Ákveðin vestan- og suðvestanátt á morgun og væta með köflum, en þurrt fyrir austan. Hlýnar í veðri og hiti 3 til 10 stig síðdegis á morgun,“ segir í hugleiðingum á vef Veðurstofu Íslands.

Spáin er hins vegar óspennandi fyrir austan í dag: Búist er við norðvestanstormi (meira en 20 m/s) á Austfjörðum og Suðausturlandi í fyrstu með snörpum vindhviðum við fjöll.

Spáin fyrir næsta sólarhring:

Norðan 5-13, en norðvestan 15-23 austast á landinu. Stöku él, en yfirleitt léttskýjað syðra. Lægir og léttir til í dag. Vestlæg eða breytileg átt 5-13 síðdegis. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestanlands, en annars hiti um og undir frostmarki. Suðvestan og vestan 8-15 m/s á morgun og væta með köflum, en yfirleitt þurrt austanlands. Hvassast um landið norðvestanvert. Hlýnar í veðri, hiti 3 til 10 stig síðdegis.

Á þriðjudag:
Vestan og suðvestan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Bjart með köflum á Austurlandi. Annars skýjað, en sums staðar súld vestanlands. Hlýnandi, hiti 3 til 8 stig síðdegis.

Á miðvikudag:
Suðvestan 5-13 m/s. Víða léttskýjað á A-verðu landinu, en skýjað og úrkomulítið V-til. Hiti yfirleitt 5 til 12 stig að deginum, hlýjast austan til.

Á fimmtudag:
Suðlæg átt 5-13 m/s. Léttskýjað á NA- og A-landi, en skýjað og rigning með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast NA-til. Heldur hvassara og slydda vestan til um kvöldið og kólnar.

Á föstudag:
Suðaustanátt og rigning eða slydda, en að mestu þurrt á Norðurlandi. Hiti 2 til 8 stig.

Á laugardag og sunnudag:
Austlæg átt og rigning með köflum S- og A-lands, annars úrkomulítið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert