Sigmundur Davíð í Þingvallanefnd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hér við Þingvallabæinn.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hér við Þingvallabæinn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Nefndarmenn í nýja Þingvallanefnd voru kosnir á Alþingi í dag, en nefndin samanstendur líkt og áður af sjö alþingismönnum og jafnmörgum varamönnum. Aðalmenn að þessu sinni voru kjörin þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason þingmenn Sjálfstæðisflokks, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar, Theodóra Þorsteinsdóttir fyrir Bjarta framtíð, Andrés Ingi Jónsson fyrir VG og Einar Brynjólfsson fyrir Pírata.

Varamenn verða  Njáll Trausti Friðbertsson, Bryndís Haraldsdóttir, Jóna Sólveig Elínardóttir, Nichole Leigh Mosty, Bjartey Olsen Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir

Algjör endurnýjun var á Þingvallanefnd að þessu sinni, en einungis Silja Dögg Gunnarsdóttir heldur þar sæti sínu sem varamaður.

Landsdómur kjörinn til næstu sex ára

Einnig  fór fram kosninga átta manna og jafnmargra varamanna í Landsdóm, sem kjörin er til sex ára í senn.

Í dóminum mun næstu árin sitja þau Jónas Þór Guðmundsson, Eva Dís Guðmundsdóttir, Hörður H. Helgason, Ellisif Tinna Víðisdóttir, Þorsteinn Magnússon, Helga Arnheiður Erlendsdóttir, Áslaug Björgvinsdóttir og María Ágústsdóttir.  

Varamenn verða þá þau Ari Karlsson, Sólrún I. Sverrisdóttir, Elvar Jónsson, Ómar Ásbjörn Óskarsson, Dagný Rut Haraldsdóttir, Sigurður Kári Árnason, Hörður Torfason og Gísli J. Jónatansson.

Nýir fulltrúar voru sömuleiðis  kosnir í Landskjörstjórn og voru að þessu sinni valin þau Kristin Edwald, Ásdís Rafnar, Dagný Rut Haraldsdóttir, Ástráður Haraldsson og Björn Þór Jóhannesson.

En varamenn verða þau Katrín Helga Hallgrímsdóttir, Þorsteinn Fr. Sigurðsson, Tryggvi Haraldsson, Anna Tryggvadóttir og Tinna Rut Isebarn.

Þá var Bryndís Haraldsdóttir var kjörin aðalmaður í stjórn Grænlandssjóðs til þriggja ára og Vilhjálmur Árnason varamaður.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins var kjörinn í Þingvallanefnd.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins var kjörinn í Þingvallanefnd. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert