Fá ekki að senda vín með pósti

Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að Sante sérhæfi sig í …
Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að Sante sérhæfi sig í innflutningi og sölu dýrra, franskra gæðavína, aðallega til veitingahúsa og diplómata. AFP

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa eigi frá máli fyrirtækisins Sante ehf og franska útflutningsfyrirtækisins Vins Divins gegn íslenska ríkinu.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Sante sérhæfi sig í innflutningi og sölu dýrra, franskra gæðavína, aðallega til veitingahúsa og diplómata. Fyrirtækið fékk leyfi til innflutnings áfengis 31. ágúst síðastliðinn til eins árs en kveðst áður hafa haft leyfi til heildsölu á áfengi.

Sante segist ekki selja Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, neinar vörur m.a. vegna þess að innflutningsvörur Sante henti illa fyrirkomulagi viðskipta ÁTVR og geymsluaðstæðum hjá henni.

Það sem Sante og Vins Divins gerðu kröfu um var að reglugerð um framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis í atvinnuskyni yrði dæmd ógild. Var það markmið fyrirtækjanna að selja frönsk vín í gegnum vefverslun til Íslendinga og afhenda þau með póstsendingu.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að það væri ekki á færi dómstóla að kveða á um gildi ákvæði reglugerða eða annarra stjórnvaldsfyrirmæla og því var málinu vísað frá.

Niðurstöðu Hæstaréttar má sjá hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert