Ísland í 10. sæti

AFP

Fjögur af Norðurlöndunum skipa efstu sæti listans yfir þau ríki þar sem fjölmiðlar búa við mest frelsi. Ísland sker sig úr þar sem landið er í 10. sæti listans. Þrátt fyrir það hefur Ísland farið upp um níu sæti frá því í fyrra og er eitt af þeim tíu ríkjum í heiminum sem mest fjölmiðlafrelsi ríkir.. Norður-Kórea er það ríki þar sem fjölmiðlar búa við minnst frelsi en Bandaríkin eru í 43. sæti listans og Bretland er í fertugasta sæti. Bæði löndin lækka á milli ára en alls eru 180 ríki á listanum. 

World Press Freedom vísitala samtakanna Fjölmiðlar án landamæra fyrir árið 2017 var birt í morgun. 

Á vef samtakanna kemur fram að vísitalan endurspegli heiminn eins og hann er í dag þar sem árásir á fjölmiðla verða sífellt algengari og eftir á skýringar (post-truth), áróður og tilraunir til að þagga frelsið til þess að segja satt verða sífellt algengari í lýðræðisríkjum. 

Hér er farið nánar út í stöðu fjölmiðla í heiminum

Listinn í heild

Umfjöllun um Ísland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert