Skertur opnunartími dreginn til baka

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Háskóli Íslands hefur vegna ábendinga frá Stúdentaráði ákveðið að draga til baka skerðingu á opnunartíma háskólans yfir núverandi prófatímabil. Sú breyting gildir frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stúdentaráði.

Frétt mbl.is: Mótmæla styttri opnunartíma í HÍ

Stúdentaráð sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem mótmælt var styttri opnunartíma bygginga HÍ sem tók gildi 1. mars. Breytingin náði fyrst og fremst til kvöld- og helgaropnunar bygginga og skerti því að sögn ráðsins því aðgang nemenda að námsaðstöðu á þeim tímum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert