Telur sig hafa fundið Vínheiði Egils sögu

Fountainhall við ána Gala Water í Skotlandi. Féll Þórólfur Skallagrímsson …
Fountainhall við ána Gala Water í Skotlandi. Féll Þórólfur Skallagrímsson hér fyrir þúsund árum? Ljósmynd/Guðbrandur Jónsson

Íslenskur þyrluflugmaður telur sig hafa fundið staðinn þar sem ein örlagaríkasta orrusta víkingaaldar í Bretlandi var háð: orrustan á Brunanburh sem nefnd er Vínheiði í Egils sögu Skallagrímssonar.

Frá þessu er sagt í enska vefmiðlunum Border Telegraph og rætt við flugmanninn, Guðbrand Jónsson, en fjallað er um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Border Telegraph hefur eftir Guðbrandi að hann hafi varið 23 árum í að leita staðarins þar sem einn forfeðra hans, Þórólfur, bróðir Egils Skallagrímssonar, hafi fallið. Haft er eftir Guðbrandi að heitasta ósk hans sé að finna gröf Þórólfs og flytja jarðneskar leifar hans heim til Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert