Forsetinn fagnaði með gömlum nágrönnum

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjölskylda hans fögnuðu með fyrrverandi nágrönnum sínum þegar blásið var til Barnamenningarhátíðar á Seltjarnarnesi í dag. Hátíðin fór fram á Eiðistorgi, í Bókasafninu og Galleríi Gróttu og tóku um hundrað börn þátt.

Guðni setti dagskrána formlega á Eiðistorgi en fjölmargir mættu á torgið til þess að taka þátt í dagskránni. M.a. var Húlladúllan með sýnikennslu og trúður skemmti gestum. Þá tróð Lúðrasveit Seltjarnarness upp og stór hópur ungra flautuleikara og söngvara úr Tónlistarskóla Seltjarnarness. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert