Endurvinnslan hlaut Kuðunginn

Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, tekur við Kuðungnum úr hendi Bjartar …
Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, tekur við Kuðungnum úr hendi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Ljósmynd/Umhverfisráðuneytið

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, veitti Endurvinnslunni í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í Ártúnsskóla og Lýsuhólsskóla, Grunnskóla Snæfellsbæjar útnefndir Varðliðar umhverfisins.

Ráðherra sagði meðal annars í ávarpi sínu að þótt vistspor Íslands væri stórt hefði landið mikil tækifæri til að bæta sig í umhverfismálum og sýna gott fordæmi.

„Það sem er ánægjulegt varðandi umhverfismálin í dag er sú mikla vitundarvakning sem  nú er í þjóðfélaginu um þessi brýnustu mál samtímans; loftlagsbreytingarnar, mengunina og sóunina sem ógna tilvist okkar hér á jörðinni. Sífellt fleiri átta sig á því að við getum ekki haldið áfram á þeirri vegferð og vilja leggja sitt af mörkum til þess að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif og hámarka jákvæð áhrif. Og það er svo sannarlega hægt,“ er haft eftir Björt í tilkynningu á vef ráðuneytisins.

Ráðherra ásamt börnum úr Ártúnsskóla og Lýsuhólsskóla.
Ráðherra ásamt börnum úr Ártúnsskóla og Lýsuhólsskóla. Ljósmynd/Umhverfisráðuneytið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert