Velta Haga mun aukast um 50%

Hagar hafa á skömmum tíma keypt Lyfju og Olís og …
Hagar hafa á skömmum tíma keypt Lyfju og Olís og lokað tískuverslunum mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Velta Haga mun væntanlega aukast um rúmlega 50% við kaup á Olís og Lyfju. Upplýst var um kaup á Olís, sem veltir um 30 milljörðum, á miðvikudag og Lyfju, sem veltir um 9 milljörðum, í nóvember.

Gengi hlutabréfa Haga hækkaði um 6% í gær við tíðindin um kaup á Olís. Hagar kaupa hlutafé Olís á 9,2 milljarða króna og greiða um 57% af kaupverðinu með eigin hlutum. Seljendur Olís, Samherji og FISK Seafood, munu eignast samanlagt um 8,8% í Högum, hvor um sig mun fara með 4,4%.

Fyrirtækin komast þá á lista yfir tíu stærstu eigendur Haga. Samkvæmt hluthafalista er nú einungis einn einkafjárfestir á meðal 20 stærstu, félag á vegum Ingibjargar Pálmadóttur á 1,4%, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert