Seinni vélasamstæðan komin

Þeistareykjavirkjun
Þeistareykjavirkjun mbl.is/Helgi Bjarnason

„Þetta skotgekk enda valinn maður í hverju rúmi. Þetta er önnur vélin sem kemur og menn vissu við hverju var að búast. Svo er komið vor hér, engin vandræði með færð þannig að nú er vélasamstæðan komin inn í stöðvarhús.“

Þetta segir Valur Knútsson, yfirverkefnisstjóri Þeistareykjavirkjunar. Önnur vélasamstæða virkjunarinnar kom með skipi til Húsavíkur í fyrradag og hefur verið flutt að Þeistareykjum.

Hverfillinn vegur um 140 tonn og þurftu tveir stórir dráttarbílar að draga vagn með henni að Þeistareykjum og sá þriðji að ýta. Rafallinn er heldur léttari, 90 tonn að þyngd, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert