Sitja hátíðarkvöldverð í norsku höllinni

Haraldur Noregskonungur tekur á móti Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, nú …
Haraldur Noregskonungur tekur á móti Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, nú síðdegis. Ljósmynd/Kongehuset

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Eliza Reid forsetafrú eru gestir norsku konungshjónanna og norskra stjórnvalda við hátíðardagskrá í Ósló í dag og á morgun, í tilefni af áttræðisafmælum konungshjónanna á þessu ári.

Eru þau þar ásamt þjóðhöfðingjum annarra Norðurlanda og öðrum tignum gestum, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu.

Forsetahjónin sitja í kvöld hátíðarkvöldverð í norsku konungshöllinni en á morgun verður siglt um Óslóarfjörð á snekkju konungs. Annað kvöld bjóða þá Erna Solberg forsætisráðherra og ríkisstjórn Noregs til veislu í Óperuhúsinu til heiðurs konungshjónum.

Hægt verður að fylgjast með þessum atburðum í norska ríkissjónvarpinu í beinni útsendingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert