Búið að ná tökum á sinubrunanum

Eldurinn var talsverður en ekki liggur fyrir hversu margir hektara …
Eldurinn var talsverður en ekki liggur fyrir hversu margir hektara brunnu. mbl.is/Gunnlaugur Árnason

„Við erum búin að ná tökum á þessu. Þetta er að klárast og erum búin að einangra svæðið,“ segir Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, um sinubrunann á Snæfellsnesi. 

Slökkviliðið er enn að störfum á svæðinu og verður fram eftir kvöldi. Að minnsta kosti tugir hektara eru brunnir, sem eru að mestu leyti mýrarflói með talsverðu hrísi og mosagróðri. „Rokið er afspyrnuvitlaust,“ segir Bjarni, en gróður er mjög þurr víða á landinu núna. Rokið gerði allt slökkvistarf erfitt. 

„Ég vil taka það sérstaklega fram að benda fólki á að henda ekki vindlingum út um gluggann á bílnum,“ segir Bjarni ábúðarfullur.  

Slökkvilið frá Grund­arf­irði, Stykk­is­hólmi, Borg­ar­nesi, Hvann­eyri og jafn­vel frá fleiri stöðum tóku þátt í aðgerðunum. Fjöldi manns lagði hönd á plóg við að ráða niður­lög­um elds­ins og notuðu bændur haugsugur til að dæla vatni á eldinn.

mbl.is/Gunnlaugur Árnason
mbl.is/Gunnlaugur Árnason
Ljósmynd/Sumarliði Ásgeirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert