Lögreglan á Suðurnesjum auglýsir nú á Facebook-síðu sinni eftir þeim sem ábyrgð ber á veðurfarinu þessa dagana. Fundarlaunin eru pylsa og kók og má vera ljóst af tilkynningunni að það eru ekki bara almennir borgara sem eru búnir að fá nóg af hvassviðrinu.
Í færslunni, sem birt var nú í morgun, er sett upp auglýsing í klassískum vestra stíl. „Sá sem er ábyrgur fyrir þessu veðri óskast handtekinn,“ segir í færslunni sem er í léttu nótunum.
„Sá sem finnur þann sem er ábyrgur fyrir þessu veðri skal færa kauða til lögreglunnar í flugstöð Leifs-Eiríkssonar sem sér um að koma þessum aðila úr landi ekki seinna en strax.“