Sinubruni á Snæfellsnesi

Sinubruni á Snæfellsnesi nú síðdegis.
Sinubruni á Snæfellsnesi nú síðdegis. Ljósmynd/Stefán Eggert

Slökkvilið Borgarbyggðar og nágrennis hefur verið kallað út vegna sinubruna á Snæfellsnesi. „Þeir voru að mæta,“ segir Stefán Eggert Jónsson, vegfarandi sem átti leið fram hjá svæðinu nú um klukkan 16. Hann segir að eldur logi á stóru svæði.

„Það er rosa mikið rok hérna og örugglega allt skraufþurrt,“ segir Stefán. Hann segir enn fremur að sinubruninn sé rétt fyrir ofan Vegamót á Snæfellsnesi. 

„Þetta lítur ekki vel út,“ bætir Stefán við.

Aðspurður segir hann að í fljótu bragði sé ekki að sjá að nein hús séu í hættu vegna brunans.

Hvorki hefur náðst í lögreglu né slökkvilið vegna útkallsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert