Baldur vélarvana milli lands og Eyja

Ferjan Baldur.
Ferjan Baldur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Farþegaferjan Baldur er nú vélarvana norðan við Elliðaey, á milli lands og Vestmannaeyja. Greint var fyrst frá þessu á Eyjar.net.

Fram kemur á Facebook-síðu Herjólfs að seinkun hafi orðið á brottför úr Landeyjahöfn vegna smávæginlegrar bilunar. Samkvæmt heimildum Eyjar.net komst sandur í kælikerfi ferjunnar. 

Baldur fór af leið klukkan 13:18 en Lóðsinn, dráttarbátur frá Vestmannaeyjum, er nú kominn til aðstoðar. 

Óvissa er með ferð næstu ferð, frá Vestmannaeyjum 13:45 og frá Landeyjahöfn 14:45. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka