Börnum boðin ókeypis námsgögn

Nemendur í Reykjanesbæ munu á næstunni fá frí námsgögn.
Nemendur í Reykjanesbæ munu á næstunni fá frí námsgögn. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að frá og með næsta skólaári muni bæjarfélagið útvega grunnskólanemendum námsgögn þeim að kostnaðarlausu.

Töluverð umræða hefur verið undanfarin ár um þann kostnað sem fellur á barnafjölskyldur vegna grunnskólagöngu og hefur því verið haldið fram að opinberum aðilum beri skylda til að sjá börnum fyrir ókeypis námsgögnum í samræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs bæjarins, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu ídag, að áætlaður kostnaður sé 15 milljónir fyrsta árið, en hann á von á að kostnaður lækki með árunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert