Gagnrýnir Framkvæmdasjóð

Hafnarfjarðarbær er að hefja byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis sem mun …
Hafnarfjarðarbær er að hefja byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis sem mun kosta 1,8 milljarða.

Hafnfirðingar borguðu alls 1,7 milljarða í Framkvæmdasjóð aldraðra á árunum 2007-2016 en fengu á sama tíma 203 milljónir úr sjóðnum.

Fjöldi hjúkrunarrýma í Hafnarfirði var 222 í fyrra og hafði ekkert fjölgað frá 2008 en fækkað um 20 frá árinu 1999. Íbúum fjölgaði frá 1999 til 2016 um tæp 10.000. Á sama tíma tvöfaldaðist fjöldi íbúa 67 ára og eldri, úr 1.495 árið 1999 í 2.951 árið 2016, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, nefndi þessi dæmi í erindi á aðalfundi Landssambands eldri borgara í gær. Hann var gagnrýninn á Framkvæmdasjóðinn og taldi stefnuleysi ríkja í rekstri hans en auk þess hefði sjóðurinn vikið frá upphaflegu hlutverki sínu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert