Hússtjórn í hættu

Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað. Elsa Sigvaldóttir nemandi til vinstri, …
Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað. Elsa Sigvaldóttir nemandi til vinstri, Bryndís Fiona Ford skólastjóri og Sigríður Björnsdóttir kennari fá sér á disk. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hússtjórnarskólinn í Hallormsstað verður að öllu óbreyttu ekki með kennslu í haust, því námið mætir ekki kröfum aðalnámskrár framhaldsskólanna.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið tilkynnti skólanum í janúar síðastliðnum að ekki yrði af áframhaldandi stuðningi ráðuneytis við skólann sökum nemendafæðar og rekstrarsamningi var því sagt upp.

Að sögn ráðuneytisins uppfyllir Hússtjórnarskólinn ekki kröfur aðalnámskrár um námslok, en með því er átt við að námið leiði ekki til starfsréttinda, stúdentsprófs eða áframhaldandi náms, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert