Selja stell og muni úr Hótel Borg

Þessir kertastjakar eru meðal þess sem er til sölu á …
Þessir kertastjakar eru meðal þess sem er til sölu á Hótel Borg. mbl.is/Ófeigur

„Það er mikið búið að safnast upp í gegnum árin svo það er gríðarlegt magn af dóti til þarna sem hægt er að fá fyrir lítinn pening,“ segir Folda Guðlaugsdóttir, matreiðslumaður á Jamie‘s Italian á Hótel Borg, en fram á föstudag fer fram lagersala á Hótel Borg.

Mun almenningur þar geta nælt sér í borðbúnað, bakka og jafnvel húsgögn úr þessu sögufræga húsi. Opið var í dag til 17, en á morgun verður opið frá 14 til 16 og á föstudaginn frá 13 til 17. Folda segir töluverðan reyting hafa verið af fólki í dag og margir hafi verið áhugasamir.

Mikið af nýlegum borðbúnaði er til sölu.
Mikið af nýlegum borðbúnaði er til sölu. mbl.is/Ófeigur

Mikil endurnýjun fyrir Jamie's Italian

Spurð um það hvort algjör endurnýjun á borðbúnaði sé að eiga sér stað fyrir opnun Jamie‘s Italian á Hótel Borg segir Folda að það megi segja það. „Þetta er svo gott sem endurnýjun þó að við höldum í gamlar innréttingar, enda er margt sem er friðað þarna. En við erum að koma inn með slatta nýtt,“ segir hún. „Við erum samt ekki að selja silfrið, það fylgir húsinu alltaf,“ bætir hún við, en segir borðbúnaðinn til að mynda verða alveg endurnýjaðan.

Folda segir stóran hluta borðbúnaðarins sem er til sölu vera nýlegan og í góðu ástandi, frá veitingastaðnum Borginni sem opnaður var á Hótel Borg árið 2013. Auk þess séu til dæmis stólar úr húsinu til sölu.

Þá segist hún hafa fundið fyrir miklum áhuga, bæði hjá einstaklingum og öðrum sem eru til dæmis að opna ný veitingahús eða kaffihús. 

Stólar úr húsinu eru einnig til sölu.
Stólar úr húsinu eru einnig til sölu. mbl.is/Ófeigur
mbl.is/Ófeigur
mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert