Sest á þing þrátt fyrir sáran missi

Karólína Helga er varaþingmaður Bjartrar framtíðar.
Karólína Helga er varaþingmaður Bjartrar framtíðar.

Karólína Helga Símonardóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar, hefur tekið sæti á Alþingi í fyrsta sinn og flutti því jómfrúræðu sína í gær, en hún fjallaði um styttingu vinnuvikunnar. Karólína tekur sæti fyrir Óttar Proppé heilbrigðisráðherra sem nú situr fund Alþjóða-heilbrigðisstofnunarinnar í Genf. Aðaláherslumál Karólínu á þingi eru fjölskyldu- og fjölmenningarmál.

Karólína missti sambýlismann sinn þann 10. apríl sl. er hann varð bráðkvaddur, aðeins 35 ára. Höfðu þau þá búið saman í 13 ár og eignast þrjú börn auk þess sem hann átti fyrir einn son. „Af því að við vorum ekki gift hef ég ekki leyfi til að sitja í óskiptu búi,“ segir Karólína. „Þetta er náttúrulega bara úrelt kerfi sem við lifum í,“ bætir hún við.

Karólína segist ekki skilja hvers vegna sambúð til tveggja eða fimm ára sé ekki lögmæt líkt og hjónaband. „Hvernig er hægt að bjóða fólki sem lendir í svona aðstæðum upp á það að þurfa að umbylta sínu eina öryggisneti. Eins og það sé ekki nóg að missa maka sinn,“ segir Karólína. „Erfðamál á Íslandi eru flókin og erfið. Því er hæpið að ætlast til að umbylta kerfinu á þessum stutta tíma sem ég er á þingi, en ég mun þó leggja mig fram um að koma þessu í umræðuna og byrja að leiðrétta þetta.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert