Urð og grjót tefur umferð á Miklubraut

Töluvert magn jarðefna sturtaðist á gatnamótin og hefur valdið töfum …
Töluvert magn jarðefna sturtaðist á gatnamótin og hefur valdið töfum á umferð. mbl.is/Hjalti Stefánsson

Umferðartafir eru nú á Miklubrautinni eftir að mold og grjót úr jarðvegsflutningum sturtaðist á götuna á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. Umferðarstífla nær nú upp að Grensás, en tölvert magn af jarðvegsefni er nú á götunni.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru menn frá umferðarlögreglunni á staðnum að reyna að stýra umferð fram hjá hindrununum. Þá má búast við að nokkrar tafir verið einnig þegar gatan verður hreinsuð.

Eru ökumenn beðnir um að sýna þolinmæði meðan á þessu stendur.

Mikil umferðarteppa myndaðist einnig fyrir aftan vörubílinn sem hreinsaði upp …
Mikil umferðarteppa myndaðist einnig fyrir aftan vörubílinn sem hreinsaði upp jarðvegsefnið á gatnamótunum. mbl.is/Hanna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert