Úti er Síldarævintýri 2017

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Síldarævintýri verður ekki haldið á Siglufirði um verslunarmannahelgina í sumar eins og undanfarin ár. Þetta var niðurstaða fundar bæjarráðs Fjallabyggðar í gær en Síldarævintýrið mun fyrst hafa verið haldið á Siglufirði árið 1991 og árlega síðan.

Fram kemur í fundargerð fundarins að auglýst hafi verið eftir áhugasömum aðila til viðræðna við sveitarfélagið um framkvæmd Síldarævintýrisins 2017 en engin viðbrögð hafi hins vegar borist við auglýsingunni innan þess tímaramma sem gefinn hefði verið.

„Síldarævintýri verður því ekki haldið árið 2017,“ segir að lokum í bókuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert