Varla veitt í ánni í sumar

Engin lifandi seiðii eru á svæðum í efsta hluta Andakílsár …
Engin lifandi seiðii eru á svæðum í efsta hluta Andakílsár og færri en áður í neðri hlutanum. Ljósmynd/Guðrún Guðmundsdóttir

„Ég get ekki betur séð en ekkert verði veitt í þessari á í sumar. Þótt eitthvað af seiðum lifi vitum við ekki hvort þau hafa æti og það tekur langan tíma fyrir ána að jafna sig.“

Þetta segir Ragnhildur Helga Jónsdóttir, umhverfisfræðingur í Ausu í Andakíl og stjórnarmaður í Veiðifélagi Andakílsár, um ástandið í Andakílsá í  Morgunblaðinu í dag.

Í síðustu viku hleyptu starfsmenn Orku náttúrunnar niður úr inntakslóni Andakílsárvirkjunar. Ráðgert var að moka setinu upp af botni lónsins. Þegar það var tæmt fór hins vegar mikið set með vatninu niður í farveginn og settist í hylji og á malareyrar með alvarlegum afleiðingum fyrir lífríkið í ánni. Leirinn hefur sest í hylji og aðra bestu veiði- og uppeldisstaði laxastofnsins í ánni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert